Fasteignaþróunarfélagið Spilda hefur kappkostað að íbúðirnar séu sem best skipulagðar, þannig að hver fermetri nýtist vel og að hið stórbrotna útsýni, bæði sjávar- og fjalla, fái að njóta sín til hins ýtrasta. Einnig hefur verið lögð áhersla á að gera opnu svæðin á milli húsanna björt og aðlaðandi, ásamt því að inngangar húsa liggi að opnum svæðum og gönguleiðum.
Innanhúss hönnuður hefur komið að hönnun allra íbúða en í þeim má finna innréttingar sem eru sérsmíðaðar hjá VOKE-III, blöndunartæki eru frá Grohe og hreinlætistæki frá Duravit. Quartz steinn frá Technistone er á eldhúsum og böðum. Flísar og harðparket er frá Ebson og eldhústæki frá AEG.
Já takk ég vil fá upplýsingar um íbúðir
Nafn*
Netfang*
Sími
Skilaboð