Allir innviðir eru til staðar enda er hverfið að rísa í gamalgrónu hverfi, Grafarvogi, sem er næststærsta íbúabyggð Reykjavíkur með 17 þúsund íbúa. Þar er verslun og margvísleg þjónusta, fjölmargir skólar og leikskólar og íþróttamannvirki. Í Spönginni má finna ýmsar matvöruverslanir, vínbúð, veitingastaði, bókasafn, apótek, heilsugæslu, menningarmiðstöð og tónlistarskóla. Stutt er í Vættaskóla sem er grunnskóli og Borgarholtsskóla sem er framhaldsskóli. Þá eru fjölmargir leikskólar í nágrenninu auk þess sem golfvöllur er skammt undan.
Gufunesið er að ganga í endurnýjun lífdaga og þar er að rísa nýtt íbúahverfi með óþrjótandi útivistarmöguleikum í mikilli náttúruparadís. Hverfið sem er að byggjast upp sem suðupottur skapandi greina einkennist í dag af skapandi iðnaði, kvikmyndagerð, listsköpun og íbúðum.
Göngu- og hjólastígakerfi höfuðborgarinnar tengist inn í Gufunes eftir strandlengjunni, auk þess sem bátastrætó er í bígerð út frá Gufunesi. Göngubrú út í Viðey er á stefnuskrá Reykjavíkurborgar og sundarbrú á samgönguáætlun fyrir 2030.
Vinningstillaga úr hönnunarsamkeppni sem haldin var í samvinnu við Arkitektafélag Íslands árið 2021 þar sem JVST, Andersen&Sigurðsson og Felixx landslagsarkitektar báru sigur úr býtum.
Já takk ég vil fá upplýsingar um íbúðir
Nafn*
Netfang*
Sími
Skilaboð